Exista greiddi út bónusa til forstjóra félagsins og framkvæmdastjórnar á árinu 2009 vegna frammistöðu ársins á undan. Exista tapaði 206,3 milljörðum króna á því ári. Til viðbótar tapaði félagið 241,9 milljörðum króna á árinu 2009. Til stendur að rifta bónusgreiðslunum.

Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins voru hæstu bónusarnir sem greiddir voru út í kringum 10 milljónir króna. Þeir runnu til fyrrum forstjóra Existu, Erlends Hjaltasonar og Sigurðar Valtýssonar. Frekari bónusar voru síðan greiddir til annarra innan framkvæmdastjórnar félagsins en þeir fóru stiglækkandi eftir starfstitli viðkomandi.

Bónusarnir voru greiddir út á þeim tíma sem Bakkavararbræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir stjórnuðu enn félaginu að öllu leyti. Þeir voru á þeim tíma skráðir eigendur nánast alls hlutafjár í Existu og sátu í stjórn félagsins ásamt Hildi Árnadóttur, fjármálastjóra Bakkavarar.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun, fimmtudag. Meðal annars efnis í blaði morgundagsins er:

  • Fjármálaeftirlitið styrkir innherjaeftirlit sitt
  • Hlutafjáraukning í Byr
  • Hækkandi fasteignaverð
  • Vodafone bætir við sig viðskiptavinum
  • Milljaraða afskriftir þriggja stærstu lífeyrisjóðanna
  • Fyrsta útboðið frá hruni
  • Holllendingar beittu sér gegn endurskoðuninni
  • Rýnt í hagvaxtartölur
  • Verðmat á U-21