Búið er að velja í Úrvalsvísitöluna (OMXI15) fyrir tímabilið 1. júlí 2007 til 31. desember 2007 eins og vakin er athygli á í Morgunkorni Glitnis. Þrjú ný félög koma inn í vísitöluna að þessu sinni; Exista hf., Icelandair Group hf. og Teymi hf. Út falla fjögur félög; 365 hf., Alfesca hf., Atlantic Petroleum P/F og Marel hf.

Félögum í Úrvalsvísitölu fækkar því um eitt og verða 14 í stað 15 áður. Ástæðan er sú að þrátt fyrir að 365 hf. uppfylli skilyrði um veltu er félagið ekki nægilega stórt mælt í flotleiðréttu markaðsvirði.