Stjórn Exista hf. gerir að tillögu sinni fyrir aðalfund félagsins 14. mars næstkomandi að greiddur verði 100% arður af nafnvirði hlutafjár, sem samsvarar 10.838.746.119 króna. Arðgreiðslan nemur 29% af hagnaði félagsins eftir skatta 2006.

Arður skal greiddur þeim hluthöfum sem eru hluthafar við lok aðalfundardags 14. mars 2007, arðleysisdagur er því 15. mars 2007. Lagt er til að arður án vaxta verði greiddur hluthöfum 30. apríl 2007. Því sem eftir stendur af hagnaði ársins, 26,6 milljörðum króna, skal ráðstafað til hækkunar á eigin fé Exista hf.