Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 2,47% og er 7.988 stig skömmu eftir opnun, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Þetta er í línu við það sem er að eiga sér stað á erlendum mörkuðum.  Á föstudaginn hækkaði Úrvalsvísitalan um 2,94%.

Veltan nemur 5,6 milljörðum króna.

Exista hefur hækkað um 5,38%, Atlantic Petroleum hefur hækkað um 3,99%, Eik banki hefur hækkað um 3,73%, Kaupþing hefur hækkað um 3,21% og Landsbankinn hefur hækkað um 2,32%.

Foroya banki hefur lækkað um 0,44% í þremur viðskiptum.

Gengi krónu hefur styrkst um 1,13% og er 123,7 stig.