Exista mun leita samkomulags við handhafa skráðra skuldabréfa og víxla félagsins um frestun afborgana og vaxtagreiðslna sem koma til gjalddaga á næstunni.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu til Kauphallarinnar.

Eins og áður hefur komið fram á Exista í viðræðum við innlendar og erlendar fjármálastofnanir um endurskoðun lánasamninga og uppgjör gagnkvæmra krafna.

Í tilkynningunni kemur fram að staða félagsins sé óljós af þeim sökum og hyggst Exista sem fyrr segir leita samninga um frestun á greiðslu vaxta og afborgana á skuldbindingum félagsins sem koma til gjalddaga á meðan á þeim viðræðum stendur.