Hagnaður Exista [ EXISTA ] á þriðja ársfjórðungi var 7,4 milljónir evra (646 milljónir króna) en miklar sveiflur voru á fjármálamörkuðum á tímabilinu. Eignir félagsins hafa aukist um 93% frá áramótum og voru 8,5 milljarðar evra (746 milljarðar króna) í lok september og nam eigið fé 2,7 milljörðum evra (237 milljörðum króna) sem er aukning um 43% frá áramótum. Exista skilaði hagnaði á fyrstu níu mánuðum ársins, eða 870 milljónum evra, jafngilidi 76 milljarða króna að því er kemur fram í tilkynningu.  Nánar verður fjallað um uppgjörið í Viðskiptablaðinu á morgun.

Arðsemi eigin fjár fyrstu níu mánuði ársins nam 45,9% á ársgrundvelli.  Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður segir í tilkynningu. :„Afkoma Exista fyrstu níu mánuði ársins var góð og nam hagnaður á tímabilinu 870 milljónum evra eða sem svarar 75 milljörðum króna. Þriðji ársfjórðungur markaðist að nokkru af þungu árferði á fjármálamörkuðum. Þó var afkoma félagsins jákvæð í fjórðungnum, þrátt fyrir umtalsverðar lækkanir á mörkuðum víða um heim. Það endurspeglar sífellt fjölbreyttari tekjustoðir félagsins.“