Exista er nú komið með tæplega 39% hlut í Bakkavör og er því farið að nálgast yfirtökuskyldu á félaginu sem miðast við 40%. Að sögn Lýðs Guðmundssonar, stjórnarformanns beggja félaganna, hefur félagið verið að kaupa ný bréf í félaginu sem hefur verið safnað á markaði.

Að sögn Lýðs hefur félagið keypt síðastliðin hálfan mánuð um það bil 12% hlut í Bakkavör. "Okkur finnst vera gott kauptækifæri í bréfunum," sagði Lýður en vildi ekkert úttala sig frekar um kaupin eða það hve nálægt yfirtökuskyldu Exista er nú. Kaupin eru fjármögnuð með eigin fé.