Sameiginlegt félag í eigu Exista hf. og Chris Ronnie hefur keypt 29% hlut í JJB Sports plc. (?JJB?), breskri verslunarkeðju með ýmiskonar íþróttavarning og tengdar vörur, fyrir 275 penní á hlut eða sem nemur samtals 190 milljónum sterlingspunda (24 milljörðum króna). Eigið fé sameiginlegs félags er að jöfnu í eigu Exista og Chris Ronnie.  Þetta kemur fram í tilkynningu.

Seljandi þessa 29% hlutar er Whelan fjölskyldan, sem byggt hefur félagið upp á undanförnum áratugum.

Chris Ronnie mun taka við stöðu aðstoðarforstjóra JJB Sports. Chris hefur starfað um 25 ára skeið í alþjóðlegum íþrótta- og sportvörugeira, meðal annars hjá Sports Division, JJB Sports Plc., Umbro International Limited og SportsWorld International Limited.

Chris Ronnie: ?Mér er það mikil ánægja að taka sæti í stjórn JJB, fyrirtæki sem ég tel að eigi afar bjarta framtíð. David Whelan og fjölskylda á heiður skylinn fyrir árangur fyrirtækisins og að koma því í þá leiðandi stöðu sem það er nú. Auk þess hlakka ég til að starfa með Exista, sem og Kaupthing Singer & Friedlander sem kom viðskiptunum á og annast fjármögnun.?

Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður Exista: ?Fjárfesting í JJB samræmist fjárfestingastefnu okkar og uppfyllir þau skilyrði sem við setjum um gott fjárstreymi og traust viðskiptalíkan, þar sem unnt er að leysa úr læðingi enn frekari verðmæti í samvinnu við öfluga stjórnendur.?