Exista hefur undirritaði sambankalán að fjárhæð 500 milljónir evra að því er kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar. Engin veðsetning liggur að baki láninu og er það í tveimur hlutum: Þriggja ára lán að fjárhæð 407.5 milljónir evra með 130 punkta álag á Euribor vexti og eins árs lán að fjárhæð 92,5 milljónir evra með 62,5 punkta álag á Euribor vexti, framlengjanlegt til allt að þriggja ára með samþykki lánveitenda.

Vegna verulegrar umframeftirspurnar bankastofnana var fjárhæð lánsins hækkuð úr 200 milljónum evra í 500 milljónir evra. Alls taka 27 bankar frá 12 löndum þátt í sambankaláninu. Umsjónarbankar eru Bayerische Landesbank, Fortis Bank, HSH Nordbank og Raiffeisen Zentralbank Österreich.

Lánsfjárhæðinni verður varið til endurfjármögnunar eldri lána segir í tilkynningu.