Exorka hefur gengið frá kaupum á þremur leyfum fyrir jarðvarmavirkjanir í Bæjaralandi í Þýskaland. Exorka er dótturfélag Geysir Green Energy en fyrirtækið Exorka var á sínum tíma stofnað af VGK (nú VGK-Hönnun), Útrás og Tækniþingi.

Með hin nýju leyfi að vopni getur Exorka byggt orkuver í Þýskalandi með framleiðslugetu upp á allt að 25 megavött á ári. Heildarfjárfesting gæti numið allt að 20 milljörðum króna.

Sérstök lög til að stuðla að nýtingu jarðvarma til raforkuframleiðslu voru sett í Þýskalandi árið 2004 fyrir tilstuðlan ríkisstjórnarinnar þar í landi. Samkvæmt lögunum er framleidd raforka með jarðvarma seld frá virkjun á 2,5-földu markaðsverði auk þess að vera niðurgreidd af hinu opinbera.