Iceland Express hættir tímabundið að fljúga til New York í Bandaríkjunum 9. janúar næstkomandi. Flug mun hefjast að nýju í lok mars, en í fyrra var flogið yfir allan vetrartímann. Heimir Már Pétursson, upplýsingafulltrúi Iceland Express, segir að fyrir löngu sé búið að tilkynna þeim sem áttu pantaða ferð að ekki verður flogið. Þeir fái endurgreitt og búið sé að gera ráðstafanir fyrir suma farþegana. Aðrir hafi mjög rúman tíma til þess að bóka með öðrum eða afbóka hótel og annað sem fylgir ferðalaginu.