Exton mun sjá um allan tækjabúnað og tæknivinnu fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands þegar á þarf að halda.

Þetta kemur fram í upplýsingum frá Exton en samningurinn tók gildi þann 1. september og gildir til 30 júní 2009, en þó með framlengingar möguleikum á meðan hljómsveitin starfar í Háskólabíói.

Sinfónían leigir inn Meyer UP-J hljóðkerfi fast inn allan samningstímann sem notað verður fyrir einsöngvara, einleikara og fleira.

Þá sér Andri Guðmundsson ljósatæknimaður, um ljósabúnað hljómsveitarinnar ásamt því að sjá um alla ljósahönnun þegar að það á við.

Ívar Ragnarsson hefur eftirlit með hljóðbúnaði ásamt því að sjá um alla hljóðhönnun þegar að þurfa þykir.

Samninginn undirrituðu Arna Kristín Einarsdóttir tónleikastjóri fyrir hönd Sinfóníunar og Ingólfur Magnússon framkvæmdastjóri leigusviðs Exton ehf.