Exxon Mobil hyggjast draga sig út af smásölumarkaði bensíns og olíu.

Af 12.000 Exxon bensínstöðvum í Bandaríkjunum á Exxon Mobil 2.220. Fyrirtækið ætlar sér nú að selja þær á næstu árum. Viðskiptavinir munu enn dæla á bíla sína á stöðvum merktum Exxon og Mobil, en þær verða ekki í eigu Exxon Mobil.

Samkvæmt frétt Reuters hafa bensínstöðvar átt í vandræðum með að velta hækkandi olíuverði yfir á viðskiptavinina. Reuters hefur eftir sérfræðingum um málið að smásölumarkaður olíu sé afar viðkvæmur og gefi af sér lítinn arð og því sé ákvörðun Exxon ekki skrítin.