Gengi bréfa í olíurisanum Exxon Mobil Corp. hafa hækkað um allt að 7,2% frá 2. desember, en þá var Rex Tillerson, forstjóri fyrirtækisins fyrst orðaður við utanríkisráðuneytið. Bréfin hafa ekki hækkað jafn mikið síðan í október árið 2015, en olíufélög almennt hafa fundið fyrir lækkun olíuverðs á heimsvísu síðustu árin. Fjárfestar virðast því vongóðir um að Tillerson muni geta skapað tækifæri fyrir félagið. Ráðningar Trump hafa að mestu líkst fyrirtækjaráðningum, eins og kannski við var að búast.