Bandaríska olíufélagið ExxonMobil þarf að greiða sekt upp á tvær milljónir dollara vegna fyrir að hafa skrifað undir samning um olíu- og gas verkefni í Rússlandi árið 2014. Með því að skrifað undir samkomulagið braut fyrirtækið viðskiptabann sem Bandaríkin ásamt fleiri vesturlöndum settur á Rússland eftir að landið réðst inn á Krímskaga í mars árið 2014.

Samkvæmt frétt BBC skrifaði Exxon undir samkomulag við Igor Sechin stjórnarformann rússneska olíurisans Rosneft. Á þeim tíma sem skrifað var undir samkomulagið var Rex Tillerson forstjóri Exxon. Hann er nú utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Var skipun Tillerson sem utanríkisráðherra mjög umdeild vegna tengsla hans við Rússland. Hávær orðrómur hefur verið upp um að stjórnvöld í Rússlandi hafi aðstoðað Donald Trump við að sigra forsetakosningarnar í Bandaríkjunum síðasta haust.