Af þeim aðilum sem nýttu sér þjónustu Meniga á Íslandi eyddi meðalnotandi 668 þúsund krónum í matvöru á árinu eða því sem jafngildir tæplega 56 þúsund krónum á mánuði. Þar af fór fólk 158 sinnum að kaupa sér eitthvað í matvörubúð. Þetta kemur fram í yfirliti Meniga um notendur Meniga eyddi peningum sínum árinu sem var að líða.

Algengast var að fólk hafi farið í Bónus á árinu 2016 en meðalmanneskjan fór 41 sinnum í matvörubúðina og eyddi þar um 275 þúsund krónum að meðaltali á ársgrundvelli. Einnig var talsvert um það að fólk fór í Krónuna á árinu 2016 en búðin var að meðaltali sótt 33 sinnum heim og þar var að meðaltali eytt um 162 þúsund krónum.

Notendur Meniga keyptu sér hins vegar fatnað 18 sinnum á árinu og eyddi í það tæplega 178 þúsund krónum. Meðalmanneskjan fór keypti sér tilbúinn mat 139 sinnum á árinu og í það fór 305 þúsund krónur. Að meðaltali keyptu viðskiptavinir Meniga 9 Dominos pizzur og eyddu 29 þúsund krónum í pizzurnar vinsælu.

300% aukning hjá Eldum rétt

300% söluaukning var á Eldum rétt - og var hástökkvari ársins í flokknum: „Tilbúinn matur“. Að meðaltali fóru notendur Meninga 7 sinnum á KFC og eyddu þar 17.318 krónum á árinu.

59.121 Íslendingur hafði aðgang að Meniga á árinu og í heildina eyddu þessi heimili 513.775.777.357 krónum í heildina árið 2016. Fyrir þá fjárhæð væri hægt að kaupa fjórar milljónir iPhone 7.