Íslenska ríkið eyddi 3,2% af landsframleiðslu í íþrótta- og tómstundastarf, menningu og trúarbrögð árið 2015, sem er langhæsta hlutfall til þessara málaflokka á Evrópska efnahagssvæðinu. Er um að ræða 7,5% af heildarútgjöldum hins opinbera hér á landi að því er segir í Morgunblaðinu í dag. Tölurnar koma úr skýrslu evrópsku hagstofunnar, Eurostat.

Meðal ESB ríkjanna skiptist útgjöldin innan málaflokkanna þannig að 0,4% vergrar landsframleiðslu var helgaður menningarmálum, 0,3% fara til íþrótta- og tómstundastarfs, útsendingar- og útgáfu starfsemi tók 0,2% og trúarbrögð og önnur samfélagsþjónusta einungis 0,1% af vergri landsframleiðslu ríkjanna.

Meðaleyðsla ESB ríkjanna 28 (sem inniheldur Bretland enn sem komið er), er 1%, en slóvakía og Þýskaland eru næst meðaltalinu.

Næsta land á eftir Íslandi meðal allra aðildarríkja EES er Ungverjaland sem eyddi 2,1% og þar á eftir kemur Eistland með 2,0% af vergri landsframleiðslu sinni í starfsemi sem flokkast undir íþrótta- og tómstundastarf, menningu og trúarbrögð. Lægstu útgjöldin voru á Írlandi, þar sem einungis 0,6% vergrar landsframleiðslu fór til málaflokkanna.