Félagsmálaráðherra, Eygló Harðardóttir, segist ekki hafa íhugað afsögn, en ýmsir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa kallað eftir því í kjölfar þess að hún sat hjá við atkvæðagreiðslu á stjórnarfrumvarpi.

Ragnheiður, Guðlaugur og Óli Björn kalla á afsögn

Lýsti Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins því yfir að henni þætti að Eygló ætti að segja af sér.

Guðlaugur Þór Þórðarson varaformaður fjárlaganefndar sagði að ef ráðherra væri ósáttur við mál ríkisstjórnarinnar og gæti ekki stutt það þá segir hann af sér.

Óli Björn Kárason varaþingmaður segir ráðherra sem ekki styðji ríkisstjórnarmál, hafa tekið ákvörðun um að afhenda forsætisráðherra afsagnarbréf.

Þingmenn standi á sannfæringu sinni

„Það er bara mjög einkennilegt að heyra það að menn telji að þingmenn eigi ekki að standa á sannfæringu sinni. Ég held að það sé mjög skýrt í stjórnarskránni að svo sé,“ segir Eygló í viðtali við RÚV .

Jafnframt segist Eygló ekki hafa tekið ákvörðun um að gefa kost á sér sem formaður Framsóknarflokksins.