Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðisráðherra, ætlar að gefa kost á sér í embætti varaformanns Framsóknarflokksins ef Sigmundur Davíð Gunnlaugsson nær ekki kjöri sem formaður flokksins.

Þetta segir hún í færslu á Facebook síðu sinni. Færslan hljóðar svo í heild sinni:

Framsóknarflokkurinn hefur gengið í gegnum erfiða tíma á síðustu vikum og mánuðum. Fjölmargir flokksmenn hafa kallað eftir breytingum á forystu flokksins og hefur því kalli nú verið svarað. Eftir vandlega íhugun hef ég tekið þá ákvörðun að verði nýr formaður kjörinn á flokksþinginu mun ég bjóða mig fram sem varaformaður Framsóknarflokksins.