*

þriðjudagur, 3. ágúst 2021
Innlent 5. nóvember 2013 13:57

Eygló vill gera breytingu á Íbúðalánasjóði

Málefni Íbúðalánasjóðs voru rædd á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun.

Jón Aðalsteinn Bergsvein
Haraldur Guðjónsson

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, kynnti á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun breytingu á reglugerð um veðbréf og íbúðabréf Íbúðalánasjóðs. Málið snýr að breytingu á reglugerð nr. 522/2004 um sjóðinn en hún tekur til almennra lána Íbúðalánasjóðs. 

Ekki liggur fyrir hvaða breytingu Eygló mælti fyrir um. Matthías Imsland, aðstoðarmaður ráðherra, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað og bar hann fyrir sig að hann hafi stöðu innherja. Hann sagðist þó ekki meiri háttar breytingu boðaða á starfsemi Íbúðalánasjóðs.

Tilkynningar er að vænta um málið í dag, að sögn Matthíasar.