Viðskiptablaðið greindi frá því frétt í gær að efnahagsráðgjafi grísku ríkisstjórnarinnar teldi skattsvik nokkuð almenn í landinu.

Wall Street Journal segir frá því á Evrópuvef sínum að óvenjuhátt hlutfall íbúa eyjunnar Zakynthos teljist blindir samkvæmt læknaskrám og hefur eyjan verið nefnd "Eyja hinna blindu".

Á Zakynthos búa 39 þúsund manns og er eyjan þekkt fyrir fallegar strendur og minjar frá tímum Rómverja.

Grísk heilbrigðisyfirvöld rannsaka nú hvers vegna níu sinnum fleiri eru blindir á eyjunni en samkvæmt meðaltali Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar frá 2004. Eru um 1,8% eyjaskeggja blindir samkvæmt bótaskrám.

Að sögn yfirvalda á eyjunni eru starfandi leigubílstjóri og fuglafangari meðal þeirra sem fá bætur vegna blindu.

Eyjan er nú orðin táknmynd fyrir þá spillingu sem sem hefur viðgengist í Grikklandi í langan tíma og eru skattsvik og bótasvik meðal þeirra ástæðna að landið lenti í þeim gríðarlegum efnahagslegu ógöngum sem það er í.



Eyjan Zakynthos í Grikklandi.
Eyjan Zakynthos í Grikklandi.
© Aðsend mynd (AÐSEND)