Enn hefur fólk ekki orðið vart við eldgos í Eyjafjallajökli, þrátt fyrir sterkar vísbendingar á mælum Veðurstofu frá því fyrir miðnætti um að gos væri í aðsigi í suðvesturhluta jökulsins. Um 700 manns var gert að yfirgefa heimili sín og leita til skilgreindra neyðarstöðva. Fjöldi fólks er samankomið á Hvolsvelli og þar á meðal urmull fréttamanna sem mæna í átt að Eyjafjallajökli en skyggni er ekki sérlega gott.