Þó að eldgos í Eyjafjallajökli hafi haft mjög neikvæð áhrif um alla Evrópu til að byrja með var það gosið sem kom Íslandi á kortið. Þetta segir John Strickland, sérfræðingur í flugmarkaði og ráðgjafi hjá JLS Consulting í Bretlandi. John hefur verið ráðgjafi ISAVIA í markaðssetningu og við val á flugleiðum og áfangastöðum. Hann hefur jafnframt aðstoðað við samningagerð við flugfélög um frekari umsvif á Keflavíkurflugvelli.

John segir komu Easyjet til Íslands fyrir tveimur árum og fleiri nýja áfangastaði félagsins hafa haft afar jákvæð áhrif á ferðamannaiðnað á Íslandi. Nýir áfangastaðir félagsins, London Gatwick og Genf í Sviss, muni að auki koma íslenskum ferðalöngum til góða. Hann segir umsvif félagsins góða viðbót við þá valkosti sem séu nú þegar í boði, sérstaklega við starfsemi Icelandair sem hann segir vera vel rekið flugfélag.

VB sjónvarp náði tali af John Strickland og spurði hann út í aukna flugtíðni EasyJet til Íslands, nýja áfangastaði og Eyjafjallajökul.