Hagnaður Ryanair dróst saman um 24% vegna röskunarinnar sem varð á flugi í Evrópu þegar gosið í Eyjafjallajökli stóð yfir fyrr á þessu ári. Hagnaður Ryanair það sem af er ári nam 93,7 milljónum evra, tæplega 15 milljörðum króna. Forsvarsmenn Ryanair segja að eldgosið hafi valdið því að næstum 10 þúsund flug á vegum flugfélagsins voru felld niður.

Ryanair hefur verið það flugfélag í heiminum sem sýnt hefur mestu hagnaðartölurnar undanfarin ár, þrátt fyrir að rekstrarumhverfi flugfélaga hafi um marg verið erfitt og krefjandi. Félagið er lággjaldaflugfélag og flýgur til flestra landa Evrópu og víðar.