Vestmannaeyjabær útilokar ekki að fara í málaferli við íslenska ríkið vegna úthlutunar aflaheimilda í makrílstofni í tíð Jóns Bjarnasonar, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra. Bæjarfélagið telur að það hafi orðið fyrir stórfelldu fjárhagslegu tjóni vegna meintrar ólögmætrar ákvörðunar Jóns um að úthluta sjávarútvegsfyrirtækjum í Vestmannaeyjum ekki makrílkvóta þrátt fyrir lagaskyldu hans til þess. Þetta segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum í samtali við Viðskiptablaðið.

„Það liggur fyrir að heildarverðmætið er fimm til sex milljarðar,“ segir Elliði. „Allar tekjur Vestmannaeyjabæjar eru afleiddar tekjur frá öðrum. Það eru bara útsvar og síðan hafnargjöld og aflagjöld. Við erum að fara yfir það núna hversu mikið þetta afleidda tjón er fyrir okkur sem þessi ólögmæta úthlutun Jóns Bjarnasonar hefur í för með sér fyrir sveitarfélagið,“ bætir Elliði við.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu, sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Lögreglan vill eignast drón
  • Ógleymanleg trúlofun í Póllandi
  • Er Ísland ennþá hagstæður áfangastaður?
  • Verið er að athuga aðild að Höfðaborgarsáttmálanum
  • Jarðböð og laugar á undanþágu
  • Audi A3 Limo er tekinn í reynsluakstur
  • Jón Ólafsson segist aldrei hafa unnið eins mikið og núna
  • Ný bók um sögu fréttaflutninga hefur einnig að geyma lærdóma um fréttaflutning í dag
  • Tekist hefur að snúa við rekstri Lego
  • Nærmynd af nýjum forstjóra Olís
  • Huginn & Muninn eru á sínum stað auk Týs sem að þessu sinni fjallar um reglugerðarfargann
  • Þá eru í blaðinu pistlar, myndir og margt, margt fleira.