Eyjamenn ehf. og samstarfsaðilar eiga nú rétt rúmlega 50% hlutafjár í Vinnslustöðinni en yfirtökutilboð þeirra rann út síðasta mánudag. Á tilboðstímabilinu keyptu þeir sem nemur 0,01% hlutafjár í félaginu, að því er fram kemur í tilkynningu. Þeir hafa hug á því að afskrá félagið.

Tilboðstímabil hafði þá staðið frá 13. maí sl., en því var framlengt í tvígang; í fyrra skiptið þann 4. júní sl. þegar lagt hafði verið fram samkeppnistilboð í félagið og í síðara skiptið þann 23. júlí sl. Þegar samkeppnistilboðinu hafði verið framlengt.

Stilla, í eigu bræðranna Guðmundar og Hjálmssona, var einnig að keppast um félagið. Tilboð Stillu hljóðaði upp á 8,5 krónur á hlut og kaus að halda félaginu á hlutabréfamarkað, sé þess kostur.

Eyjamenn buðu 4,6 krónur á hlut .