Bæjarstjórn Vestmanaeyja hefur samþykt að taka lægsta tilboði í stækkanlegt knattspyrnuhús og var það Steini og Olli sem áttu það tilboð að því er kemur fram á vefnum eyjar.net.

Þar kemur frama ð upphaflega var ekki gert ráð fyrir því að byggja stækkanlegt hús en þegar tilboð voru opnuð skilaði verktakafyrirtækið Steini og Olli inn tilboði í stækkanlegt hús og var það tilboð ekki mikið hærra en lægstu tilboð í óstækkanleg hús.

Upphæðin sem um ræðir eru 349.929.966 kr og er þá miðað við gengi evru 156 krónur, gert er ráð fyrir því að húsið verði 60 x 70 metrar með bogahvolfþaki úr stáli.