Ferðalangar sem höfðu uppgötvað Sandy Island austan við Ástralíu í kortaþjónustum á borð við Google Maps og hugsað sér að líta við á eyjunni geta sparað sér sporin.

Eftir 25 daga leit ástralskra vísindamanna að eyjunni þá lítur allt út fyrir að eyjan sé einfaldlega ekki til þrátt fyrir að hafa verið á ýmsum kortum í yfir 10 ár. Þar sem eyjan átti að vera var mikið hafdýpi en ekki þurrt land.