Eyjólfur Árni Rafnsson hefur tekið sæti í stjórn Eikar fasteignarfélags hf. en hann kemur inn í stjórnina í stað Lýðs Þorgeirssonar. Stjórn Eikar skipa nú: Stefán Árni Auðólfsson, formaður stjórnar, Frosti Bergsson, varaformaður stjórnar, Agla Elísabet Hendriksdóttir, Hrönn Pétursdóttir og Eyjólfur Árni Rafnsson. Kemur þetta fram í tilkynningu.

Eyjólfur Árni var forstjóri verkfræðistofunnar Mannvits hf. í 12 ár en lét af störfum að eigin ósk um síðustu áramót og tók við starfi framkvæmdastjóra iðnaðar. Eyjólfur Árni hefur setið í fjölmörgum stjórnum á undanförnum árum ásamt því að hafa gengt stjórnarformennsku í nokkrum þeirra. Eyjólfur Árni er með doktorspróf í byggingarverkfræði frá University of Missouri-Rolla í Bandaríkjunum.

Meðal eigna Eikar eru Borgartún 21 og 26, Nýi Glæsibær, Turninn í Kópavogi, Smáratorg og og Austurstræti 5,6,7 og 17.