Eyjólfur Magnús Kristinsson verður framkvæmdastjóri EJS eftir sameiningu fyrirtækisins og rekstrarsviðs Skýrr.

Eyjólfur Magnús stýrði áður þjónustuveri Vodafone, en hefur undanfarna mánuði stýrt rekstrarlausnum Skýrr.

„Starfsfólk EJS og Skýrr hefur einstaka reynslu og yfirgripsmikla þekkingu. Við sameiningu fyrirtækjanna tökum við það besta úr báðum áttum og nýtum okkur þau samlegðaráhrif sem óhjákvæmilega skapast.  Markmiðið er að efla sölu, þjónustu, vöruframboð og tæknilega innviði viðskiptavinum okkar til hagsbóta,“ segir Eyjólfur í tilkynningu frá félögunum um sameininguna.