Eyjólfur Gunnarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri útleigu- og rekstrarsviðs hjá Eik fasteignafélagi, samkvæmt tilkynningu frá félaginu.

Eyjólfur hefur frá árinu 2009 borið ábyrgð á eignaumsýslu fyrir Slitastjórn LBI hf. (áður Landsbanki Íslands hf.). Hann hefur séð um ýmis dótturfyrirtæki LBI auk þess að hafa setið í stjórnum nokkurra fyrirtækja, þar á meðal fasteignafélagsins SMI ehf. Var hann framkvæmdastjóri hjá Íslenskum aðalverktökum hf. frá 2001 til 2009 og markaðsstjóri Tryggingamiðstöðvarinnar hf. frá 1998 til 2001. Eyjólfur lauk námi í viðskiptafræði Cand. Oecon frá Háskóla Íslands árið 1996.

Vilhelm Patrick Bernhöft, sem áður gegndi stöðu hans, hefur látið af störfum.