Launakostnaður í byggingastarfsemi og mannvirkjagerð hefur aukist talsvert minna í þeirri uppsveiflu sem nú er að ljúka en launakostnaður í iðnaði, verslun og samgöngum, segir greiningardeild Glitnis.

?Á síðustu fjórum árum hefur heildarlaunakostnaður í iðnaði aukist um 35,4% og um 42,5% í verslun og viðgerðarþjónustu en um 36,7% í samgöngum og flutningum. Hins vegar jókst launakostnaður í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð aðeins um 27,2% á sama tímabili,? segir greiningardeildin.

Hún segir að ástæðan sem liggi að baki sé að öllum líkindum mikill innflutningur á ódýru vinnuafli á síðustu árum, ekki síst í tengslum við stóriðjuframkvæmdir.

?Ekki er hér um paraðan samanburð að ræða og fjölgun ódýrs vinnuafls dregur því úr vexti launakostnaðar þegar meðaltöl hvers tímabils eru borin saman. Segja má að sá mikli hagvöxtur sem verið hefur síðustu árin hefði tæpast verið mögulegur án meiri verðbólgu en raun bar vitni ef ekki hefði komið til mikils innflutnings á ódýru vinnuafli,? segir greiningardeildin.