Móðurfélag byggingarisans Eyktar og ellefu dótturfélög þess skulduðu samtals 44 milljarða króna í árslok 2008 og eigið fé samstæðunnar var neikvætt um samtals 19,3 milljarða króna. Öll félögin utan Eyktar voru með neikvætt eigið fé. Þetta kemur fram í ársreikningum Holtasels ehf., móðurfélags Eyktar, og dótturfélaganna ellefu fyrir árið 2008. Þrátt fyrir þetta tekur Eykt þátt í opinberum útboðum.

Íslandsbanki, aðalviðskiptabanki Eyktarsamstæðunnar, segir að vinna standi yfir að fjárhagslegri endurskipulagningu samstæðunnar. Sú vinna fari fram í nánu samstarfi við félögin sjálf sem hafi fengið utanaðkomandi ráðgjafa til verksins.

Pétur Guðmundsson, eigandi Holtasels ehf., segir stöðu félagsins og dótturfélaga þess vera fína. Verið sé að vinna að þeim málum sem þurfi að vinna að með viðskiptabanka samsteypunnar. Hann hefur ekki áhyggjur af stöðunni.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .