*

miðvikudagur, 26. júní 2019
Fólk 10. apríl 2019 16:37

Eymundur Freyr til Lífsverks

Eymundur Freyr Þórarinsson hefur verið ráðinn sjóðstjóri í eignastýringu Lífsverks lífeyrissjóðs.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Eymundur Freyr Þórarinsson hefur verið ráðinn sjóðstjóri í eignastýringu Lífsverks lífeyrissjóðs, en þar starfar fyrir Hreggviður Ingason forstöðumaður. Greint er frá þessu í fréttatilkynningu.

Frá árinu 2015 var Eymundur sjóðstjóri hjá Brú lífeyrissjóði, en hefur starfað á fjármálamarkaði frá árinu 2005 m.a. áður hjá VBS fjárfestingabanka og SPRON.  Samhliða vinnu sinnti hann stundakennslu við Háskólann í Reykjavík árið 2005. 

Eymundur lauk meistaranámi í reikningsskilum og endurskoðun frá Háskóla Íslands árið 2012. Auk þess hefur Eymundur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.

Lífsverk lífeyrissjóður var stofnaður 1954 og í upphafi var hann einungis fyrir verkfræðinga en í dag geta allir orðið sjóðfélagar sem lokið hafa grunnnámi í háskóla. 

„Það eru spennandi verkefni framundan í eignastýringunni við að skoða fjárfestingakosti og fylgja eftir ábyrgri fjárfestingastefnu sjóðsins," segir Eymundur.  

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is