Eyþór Ívar Jónsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Klaks

– Nýsköpunarmiðstöðvar atvinnulífsins.

Eyþór hefur áralanga reynslu af nýsköpunar og frumkvöðlastarfi og skrifaði fyrstu bókina sem gefin var út á Íslandi um frumkvöðla og stofnun fyrirtæka: Frumkvæði til Framfara

Fráfarandi framkvæmdastjóri Klaksins, Dr. Andri Ottesen hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri rekstrar- og samskiptasviðs Carbon Recycling International, sem er eitt af þeim fyrirtækjum sem hefur notið aðstöðu og ráðgjafar Klaks

– Fyrirtækið og Frumkvöðullinn, sem gefin var út af Framtíðarsýn árið 1998. Eyþór hefur ennfremur skrifað hundruð greina fyrir tímaritið Vísbending og erlend vísindarit. Undanfarin þrjú ár hefur Eyþór verið forstöðumaður nýsköpunar og frumkvöðlakennslu í MBA-námi Viðskiptaháskólans í Kaupmannahöfn (CBS) en háskólinn var nýverið valinn frumkvöðlaháskóli Danmerkur. Eyþór kennir ennfremur nýsköpun og frumkvöðlafræði við aðra innlenda og erlenda háskóla, þar á meðal í meistaranámi í frumkvöðlafræðum við Háskólann í Lundi, í Svíþjóð. Eyþór hefur doktorspróf frá Henley Management College í Bretlandi.– Nýsköpunarmiðstöðvar atvinnulífsins.

Klak ehf. var stofnað árið 2000 sem aðsetur fyrir sprota- og frumkvöðlafyrirtæki. Fyrirtækið hefur veitt sprotafyrirtækjunum ráðgjöf og almenna þjónustu ásamt húsnæðis og tækniaðstöðu. Ennfremur rekur fyrirtækið Seed Forum, sem er vettvangur sprotafyrirtækja sem leita eftir samstarfi við innlenda og erlenda fjárfesta. Klak ehf. hefur verið í eigu Nýherja hf.

Eyþór er ráðinn framkvæmdastjóri samhliða áherslubreytingum í starfsemi Klaks ehf. Háskólinn í Reykjavík (HR) hefur gerst samstarfs- og eignaraðili með Nýherja, og hefur starfsemi Klaks verið flutt í húsnæði háskólans í Kringlunni 1. Nýherji og HR munu vinna saman að uppbyggingu frumkvöðlastarfsemi undir merkjum Klaks