Eyrir Invest hefur bætt við sig í Marel fyrir um 138 milljónir króna, samkvæmt tilkynningu til Kauphallarinnar.

Um er að ræða 1.755.402 hluti, keypta á genginu 78,8 krónur á hlut.

Bréf Marels hækkuðu um 3,9% í viðskiptum dagsins og er lokagengið 80 krónur á hlut.

Þann 24. keypti Eyrir Invest í Marel fyrir um 48 milljónir og 15. sama mánaðar keypti fjárfestingarfélagið í Marel fyrir 201 milljón. Auk þess keypti Eyrir Invest fyrir um 850 milljónir króna í Marel þann 23. ágúst á genginu 85 krónur á hlut.

Eyrir er stærsti hluthafi Marel með um 29,13% hlut, Landsbanki Íslands er með 24,01% hlut og Grundtvig Invest ApS er með um 14,22% hlut, samkvæmt upplýsingum frá hluthafaskrá.