Eyrir Invest ehf. hefur fest kaup á 10.000.000 hlutum í Marel á genginu 85 á hlut, eða 850 milljónir króna, segir í tilkynningu Kaupallarinnar.

Eyrir Invest ehf. er fruminnherji í Marel hf. í krafti eignaraðildar, Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Eyrir Invest, stjórnarformaður í Marel og Margrét Jónsdóttir, fjármálastjóri í Eyrir Invest er stjórnarmaður í Marel hf.

Með þessum viðskiptum verður Eyrir Invest ehf stærsti einstaki hluthafinn í Marel hf. með um 33,5 % hlut, segir í tilkynningunni.

Tillaga liggur fyrir hluthafafundi Marel hf.um aukningu hlutafjár eins og fram kom í tilkynningu Marel til Kauphallar Íslands í dag 11. ágúst 2006.

Að teknu tiliti til fyrirhugaðrar aukningar til hluthafa í Scanvægt International A/S að nafnverði 52.016.732 og fullrar þátttöku forgangsréttarhluthafa og fagfjárfesta að nafnverði 60.000.000 í fyrirhugaðri aukningu verður eignarhlutur Eyris Invest um 26% í Marel, segir í tikynningunni.