Fjárfestingarfélagið Eyrir Invest ætlar að gefa út nýtt hlutafé í B-flokki upp á samtals 2,8 milljarða króna eða sem svarar til 26 króna á hlut. Fyrirtækið hefur jafnfrant tryggt framlengingu lána við viðskiptabanka sína og er nú um 85% lána félagsins með gjalddaga á árunum 2015 til 2018.

Stjórn Eyris fékk fyrir jól heimild til að gefa út allt að 231 milljóna nýja hluti í félaginu. Útgáfan nú hljóðar upp á rúmlega 107.600 hluti, að því er fram kemur í tilkynningu frá Eyri Invest til Kauphallarinnar. Arctica Finance sá um útgáfu hlutafjárins fyrir Eyri en lífeyrissjóðir og fagfjárfestar tóku þátt í hlutafjáraukningunni. B-flokkur hlutabréfa veitiir forgang á arðgreiðslum. Sá sem þau á fær nýtur ekki atkvæðaréttar. Á móti hefur eigandi B-hlutabréfa rétt á að breyta þeim í A-hlutabréf hvenær sem er. 

Eyrir Invest á 33% hlut í Marel, 17% í hollensku iðnfyrirtækjunum Fokker Technologies og Stork Technical Services.