Fjárfestingarfélagið Eyrir Invest ætlar að greiða upp skuldabréfaflokkinn EYRI 11 1 um næstu mánaðamót, þ.e. höfuðstól og áfallna vexti. Uppgreiðsla fer fram í samræmi við heimild í skilmálum flokksins, að því er segir í tilkynningu.

Í tilkynningu segir að Eyrir Invest hafi greitt allar aðrar skammtímaskuldbindingar og er nú að fullu langtímafjármagnað. Hluti af uppgreiðslum annarra skulda var háð heimild frá Seðlabanka Íslands til að greiða upp erlendar skammtímaskuldbindingar fyrir lokagjalddaga. Sú heimild hefur nú fengist. Í umfjöllun VB.is um málið í ágúst sagði að lokagjalddagi lásins sé í desember á þessu ári. Óskar hafði verið eftir undanþágu frá gjaldeyrishöftum vegna greiðslunnar í maí en svar ekki borist í ágúst.

Að lokinni uppgreiðslu á EYRI 11 1 mun Eyrir Invest óska eftir afskráningu skuldabréfaflokksins úr kauphöll og Verðbréfaskráningu Íslands.