*

miðvikudagur, 12. ágúst 2020
Innlent 26. maí 2016 17:40

Eyrir Invest hagnast um 15 milljarða

Heill 20 milljarða króna viðsnúningur varð á rekstri Eyris Invest milli áranna 2014 og 2015.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Hagnaður Eyrir Invest á árinu sem leið nam 112 milljón evrum eða tæplega 15,7 milljörðum íslenskra króna. Þetta kemur fram í ársreikningi fyrirtækisins.

4,7 milljarða króna tap varð af rekstri félagsins árið á undan, og því má segja að viðsnúningur upp á tæpa 20 milljarða króna hafi orðið á rekstri fyrirtækisins. Eignir félagsins í lok árs námu þá 63,5 milljörðum króna. Þar af voru skuldir þess 28,9 milljarðar króna og eigið fé þess 34,6 milljarðar króna. Af þessu má leiða eiginfjárhlutfallið 54,5%.

Eyrir Invest á 29% hlut í íslenska fyrirtækinu Marel auk þess sem það á 17% hlut í Stork Technical Services. Gengisaukning hlutabréfa Marel var talsverð á síðasta ári, en það fór úr því að vera 143,5 krónur á hlut í að vera 252 krónur á hlut í lok árs 2015. Það er hækkun um ríflega 76% á einu ári.

Stjórnarmenn Eyris Invest eru þau Þórður Magnússon, Sigurjón Jónsson, Ingólfur Guðmundsson, Svanhvít Birna Hrólfsdóttir, Jón Helgi Guðmundsson, Ólafur Steinn Guðmundsson og Ása Ólafsdóttir. Framkvæmdastjórar félagsins eru Margrét Jónsdóttir, Örn Valdimarsson og Sigfús Ragnar Oddsson.

Stærstu hluthafar hlutafjár Eyris Invest eru Landsbankinn með 21,08% hlut, Þórður Magnússon með 16,71% hlut, Árni Oddur Þórðarson sem er jafnframt forstjóri Marel með 15,62% hlut og Lífeyrissjóður verslunarmanna með 13,18% hlut.