Eyrir Invest, kjölfestufjárfestir í Össuri, seldi í dag 5,7 milljónir hluta í félaginu. Það er um 1,3% alls hlutafjár. Sölugengi var 215 krónur á hlut og söluandvirði því rúmlega 1,2 milljarðar króna.

Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallar um innherjaviðskipti en Þórður Magnússon, stjórnarformaður og stofnandi Eyris Invest er jafnframt varaformaður stjórnar Össurar.

Eftir viðskiptin á Eyrir Invest tæplega 63 milljónir hluta í félaginu eða tæplega 14% hlutafjár. Miðað við sölugengi er andvirði hlutafjárs Eyris í félaginu um 13,5 milljarðar króna.