Eyrir Invest hefur nýlega náð samkomulagi um fjármögnun við innlenda fjármálastofnun. Samkomulagið felur í sér fulla fjármögnun fjárhagslegra skuldbindinga félagsins næstu misseri. Þetta kemur fram á vef Eyris. Ekki kemur fram á vefnum hver sú lánastofnun er.

Eyrir Invest er alþjóðlegt fjárfestingarfélag sem leggur ríka áherslu á virka þátttöku í rekstri og stefnumörkun lykileigna sinna. Lykileignir Eyris eru 29% hlutur í Marel, 17% eignarhlutur í Fokker Technologies og 17% eignarhlutur í Stork Technical Services.  Að auki styður Eyrir Invest fjölmarga sprota til vaxtar.

Aðaleigandi Eyris Invest er Þórður Magnússon og fjölskylda hans.