Ekki er útilokað að Eyrir Invest selji fjárfestum hlut í sprotasjóði sem félagið er að setja á laggirnar utan um fjárfestingar sínar í nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum. Sprotasjóðurinn er sameignahlutafélag og heitir Eyrir sprotar. Það mun fjárfesta í á bilinu 10 til 15 sprotafyrirtækjum. Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Eyris Invest, segir sprotasjóðinn langtímafjárfestingu án skilgreinds fjárfestingartíma.

Tilkynnt var um stofnun sjóðsins á milli jóla- og nýárs.

„Stefnan er að búa til eignasafn með efnilegum fyrirtæjum sem hægt er að byggja upp og styðja við þar til þau verða sjálfstæð,“ segir Árni Oddur í samtali við Viðskiptablaðið.

Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast pdf útgáfu af blaðinu undir liðnum tölublöð hér að ofan.