Fjárfestingarfélagið Eyrir Invest hefur keypt tilbaka skuldabréf í flokknum EYRI 05 1 að nafnvirði 325 milljóna króna samkvæmt tilkynningu félagsins til kauphallar. Þar kemur fram að viðskiptin hafi farið fram á pari.

Þá hefur fyrirtækið einnig tekið 500 milljóna króna verðtryggt lán hjá MP banka á breytilegum vöxtum. Lánið er til fimm ára og eru vextir greiddir tvisvar á ári. Í upphafi er vaxtastigið 5,7%.

Samkvæmt tilkynningunni er þetta liður í lána- og lausafjárstýringu Eyris.