Eyrir Invest hefur selt 16.9 milljónir hluti að nafnverði í Össuri hf. á genginu 170 krónur (7.25 DKK).  Fyrir viðskiptin átti Eyrir 85.440 þúsund hluti að nafnverði sem jafngildir 18.9% eignarhlut. Eftir viðskiptin á Eyrir að nafnverði  68.540 þús. hluti sem jafngildir 15.1% eignarhlut í Össuri.

„Eyrir Invest er langtímafjárfestir sem hefur stutt Össur dyggilega til vaxtar frá árinu 2004.  Eyrir Invest verður eftir sem áður annar stærsti hluthafi félagsins.  Það er trú Eyris að framundan séu áhugaverð ár í rekstri Össurar sem hefur skipað sér í fremstu röð á heimsvísu í þróun og sölu stuðnings- og stoðtækja.

Tilgangur sölunnar er að viðhalda sterku eiginfjár- og lausafjárhlutfalli í samræmi við stefnu Eyris.  Eyrir færir eignarhluti sína í Marel og Össuri með hlutdeildaraðferð.  Hagnaður er af sölu bréfanna í Össuri, þar sem salan fer fram hærra verði en hluturinn er bókaður á.  Eyrir Invest birtir ársuppgjör föstudaginn 19. mars nk.," segir í Fréttatilkynningu.