Eyrir Invest keypti í gær um 4,2% hlut í Marel af Landsbankanum og er þar með orðinn stærsti einstaki hluthafinn með 33,5% eignarhlut í félaginu, samkvæmt tilkynningu til Kauphallarinnar en Landsbankinn var áður lengi vel stærsti einstaki hluthafinn.

Um er að ræða 10.000.000 hluti í viðskiptum, kaupgengið er ekki uppgefið en miðað við gengi félagsins deginum fyrir viðskiptin var gengið 78 krónur á hlut, samkvæmt upplýsingum frá M5, og má því að ætla að verðmæti viðskiptanna sé um 780 milljónir króna.

Tillaga liggur fyrir hluthafafundi Marel um aukningu hlutafjár. Að teknu tilliti til fyrirhugaðrar aukningar til hluthafa í Scanvægt International A/S að nafnverði 52.016.732 og fullrar þátttöku forgangsréttarhluthafa og fagfjárfesta að nafnverði 60.000.000 í fyrirhugaðri aukningu verður eignarhlutur Eyris Invest um 26% í Marel og eignarhlutur Landsbankans mun nema um 25% í Marel.