*

föstudagur, 7. ágúst 2020
Innlent 4. júní 2020 08:55

Eyrir tífaldaði hagnaðinn

Eyrir Invest, fjárfestingarfélag sem á nærri fjórðungshlut í Marel, hagnaðist um tæplega 50 milljarða króna á síðasta ári.

Ritstjórn
Þórður Magnússon er framkvæmdastjóri Eyris Invest.
Haraldur Guðjónsson

Eyrir Invest, fjárfestingarfélag sem á nærri fjórðungshlut í Marel, hagnaðist um tæplega 50 milljarða króna á síðasta ári. Árið áður hagnaðist félagið um 5 milljarða. Hækkun hagnaðar má rekja til mikillar hækkunar hlutabréfa Marels á síðasta ári. Lokagengi bréfa Marels árið 2019 nam 614 krónum á hlut en í dag stendur gengið í 703 krónum.

Á síðasta ári samdi félagið um endurfjármögnun við Citibank og segir í ársreikningi félagsins að kjörin sem félaginu stóð til boða hafi verið mun betri en í boði eru á innlendum fjármagnsmarkaði.

Stikkorð: Eyrir Invest