Hagvöxtur dróst saman um 0,3% á ársgrundvelli á þriðja fjórðungi ársins. Samdrátturinn kemur í kjölfarið á 2,8% hagvaxtaraukningu á öðrum fjórðungi.

Einkaneysla dróst saman um 3,1% á tímabilinu og er það í fyrsta sinn síðan árið 1991 að bandarískir neytendur halda að sér höndum. Ráðstöfunartekjur drógust saman um 8,7% á þriðja fjórðungi og er um að ræða mesta tekjusamdrátt frá því að stjórnvöld fóru að halda þeim tölum til haga. Minni ráðstöfunartekjur endurspegla meðal annars djúpstæð áhrif vaxandi atvinnuleysis og kreppunnar á fasteignamarkaði á hagkerfið. Einkaneysla stendur undir um 70% af landsframleiðslu Bandaríkjanna og hefur því veruleg áhrif á hagvöxt í landinu.

_______________________________________

Nánar er fjallað um  málið í Viðskiptablaðinu í dag.

Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .