Eysteinn Helgason, framkvæmdastjóri Kaupáss, mun láta af störfum þann 1.júlí næstkomandi, að því er fram kemur í Morgunblaðinu. Eysteinn hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra síðastliðin átta ár. Kaupás rekur verslanakeðjurnar Krónuna, Nóatún og Kjarval.

Eins og VB.is greindi frá var skipt um eigendur Kaupáss í febrúar þegar Festi hf. keypti verslanirnar af Norvik.

Eysteinn segir í samtali við Morgunblaðið að samstarf hans við nýja eigendur hafi gengið vel og þeir hafi óskað eftir að hann gengdi starfinu þangað til í september á næsta ári. Hann telji sig þó ekki rétta manninn til að hrinda sóknarhugmyndum nýrra eigenda í framkvæmd og því hafi hann ákveðið að láta af störfum fyrr en ætlað var.