Efnahagsástandið í Eystrasaltsríkjunum er einna verst í Lettlandi. Landsframleiðsla þar dróst saman um 18% á ársgrundvelli fyrstu þrjá mánuði ársins og tæplega 29% sé horft til fjórðungsins þar á undan.

Samdrátturinn í Eistlandi var 15,6% á fyrsta fjórðungi ársins og 12,6% í Litháen.

Eins og fram kemur í umfjöllun breska blaðsins Financial Times hefur niðursveiflan í Eystrasaltsríkjunum verið verri en ella sökum þess að stjórnvöld hafa staðið vörð um fastgengi gjaldmiðla sinna gagnvart evru.

En sem kunnugt er eru ríkin þrjú öll aðilar að ERM2-gjaldmiðlakerfinu, sem lýst hefur verið sem biðstofu fyrir þau ríki sem stefna að upptöku evru í fyrirsjáanlegri framtíð.

Þessi fastgengisstefna hefur gert það að verkum að eina leiðin fyrir þessi ríki til þess að afstýra gjaldeyriskreppu er að draga verulega úr eftirspurn innanlands með tilheyrandi niðurskurði í ríkisútgjöldum, lækkun raunlauna og atvinnuleysi. Þetta eru ákaflega sársaukafullar aðgerðir sem getað myndað frjóan jarðveg fyrir pólitískan óstöðugleika.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í erlendri fréttaskýringu í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .